Um Leturprent

Leturprent sinnir viðskiptavinum sínum af þjónustulund og fullum metnaði. Við leggjum áherslu á góða þjónustu við hönnuði, auglýsingastofur og aðra þá sem kunna að meta gæði í prentvinnslu.

Stafræn prentun er eðlilegur þáttur í tæknilegri þróun í prentiðnaði og skilar sér til neytenda með styttri afgreiðslufresti, lægri framleiðslukostnaði og meiri gæðum í prentun.

Leturprent byggir á fullkomnustu tækni sem völ er á. Með sérhæfingu í stafrænni offsetprentun stöndum við ávallt framar.

Leturprent var stofnað 1954 af Einari Inga Jónssyni.